top of page
Vörumerki er svo miklu meira en bara logo!

Á námskeiðinu/vinnustofunni lærir þú að þróa hugarheim í kringum þitt fyrirtæki/verkefni. Sterkur vörumerkjakjarni auðveldar markaðsstarfið og við gefum þér réttu verkfærin.  Þú kafar meðal annars í menninguna, persónuleikann og sjálfsímyndina, og úr verður sterkt heilsteypt vörumerki og stútfullur hugmyndabanki. ​ Á námskeiðinu/vinnustofu kennum við ákveðna aðferðafræði við að greina Brand DNA. Þátttakendur fá tækifæri til að kafa dýpra í sinn eigin vörumerkjakjarna, þróa hann og finna út hvernig best er að miðla honum, móta hugrenningar- og tilfinningatengsl við neytendur. Mikilvægasta grunnstoð vörumerkja er vörumerkjakjarninn en hann auðveldar markhópagreiningu og ákvarðanatöku um markaðsáætlanir. Því er mikilvægt að hann sé vel skilgreindur og veitir námskeiðið verkfæri með tilheyrandi innsýn inn í þá aðferð. ​ Í lok námskeiðs getur þátttakandi: Skilgreint sinn vörumerkjakjarna (Brand DNA) Greint sinn kjarna markhóp Lært að móta hugrenningar- og tilfinningatengsl við neytendur Haft dýpri skilning og yfirsýn á sínu vörumerki ​ -Sterk vörumerki búa yfir langtímasambandi við sína neytendur og hafa aukið samkeppnisforskot á sínum markaði- ​ Fyrir: Frumkvöðla – Start up – Einyrkja – Verkefni – Fyrirtæki.

UMSAGNIR:

 

Námskeiðið gaf mér ómetanleg verkfæri til að koma á framfæri því sem ég brenn fyrir í lífi og starfi. Þær hugmyndir og þær vangaveltur sem fylgja stofnun nýs verkefnis voru settar niður á blað á þann hátt að ég sá skýrt hvað ég og fyrirtækið stöndum fyrir. Ég átta mig betur á því hvert ég stefni og veit meira um það hvernig ég kemst þangað. Gekk út af námskeiðinu full af krafti og vona að sem flestir fái tækifæri til að sitja þetta valdeflandi námskeið.

Steinunn Thorlacius Garðarsdóttir

Unnandi, Lífsgæðasetri St. Jó.
 

Mjög skilvirkt námskeið og skemmtilega sett upp og mæli ég 100% með því. Virkilega góð fræðsla sem leiðir mann vel í gegnum efnið. Námskeiðið gaf mér dýpri skilning og yfirsýn á vörumerkinu mínu og gaf mér verkfæri sem hægt er að nota til þess miðla því betur út á við á markaðinn.

Ingibjörg Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Víkingaheima


Mjög gagnlegt og fræðandi námskeið um nálgun á hluti sem maður hugsar alls ekki um dags-daglega og tekur í raun sem sjálfsögðum hlut án þess að hugsa út í það. Hér er hugsað vel út fyrir boxið og uppi stendur hugmyndabanki sem maður getur sótt í um ókomin ár. Frábært námskeið í alla staði. Innihald námskeiðsins skilaði sér mjög vel.

Einir Guðlaugsson, Örtec

-Frumkvöðlakeppnin Gulleggið - verðlaun byrir bestu heilsuvöruna

Mér þótti námskeiðið hjá Sigrúnu og Sigrúnu bæði skemmtilegt og fræðandi. Eftir námskeiðið sé ég fyrir mér hvernig við hjá Örtec (Örmælir) munum gefa fyrirtækinu persónuleika, hvernig við tengjumst markhópnum okkar og aukum virði vörumerkisins. Framhaldið er spennandi og möguleikarnir endalausir eftir þetta flotta námskeið.

Sunna Björg Skarphéðinsdóttir, Örtec (Örmælir áður) 

-Frumkvöðlakeppnin Gulleggið - verðlaun fyrir bestu heilsuvöruna 

Í tvö ár hef ég viðað að mér upplýsingum og hugmyndum um hvernig ég vilji að aðrir upplifi mína þjónustu. Það hefur þó verið flóknara að koma því frá sér með markvissum hætti. Á námskeiðinu náði ég að skilgreina hvaða hughrif ég vil að þeir upplifi sem eru að skoða þjónustu mína. Nú er ég betur í stakk búin til að halda áfram með þá vinnu.

Sigrún Jónsdóttir

-ADHD og einhverfurófs markþjálfi 

Míró markþjálfun og ráðgjöf-

Það marg borgar sig að greiða fagaðilum og komast strax aðeins lengra en að strökla í þessum frumkvöðla hugarheim sjálfur og mjakast aðeins áfram.

Þátttakandi á námskeiðinu 


 

 

Skráðu þig hér:

Takk fyrir skráningu!

Lengd á námskeiði og vinnustofu: 5. klst

Verð fyrir einstakling er 34.500 kr.

Skráðu þig hér og við látum þig vita þegar næsta námskeið er komið á dagskrá.

Fréttabréf
Skráðu þig á póstlista Brandbókar.

Takk fyrir skráninguna!

bottom of page