SKAPA OG MÓTA
Við byggjum á aðferðafræði sem inniheldur vörumerkjarýnis prisma.
TILFINNINGAR
Með sterkum tilfinningatengslum nærðu samkeppnisforskoti, við eflum þau.
KARAKTER OG KONSEPT
Við greinum kjarnann frá hisminu og úr verður heildstæð sýn með eigin rödd.
Kraftur vörumerkja felst í tilfinninga- og hugrenningartengslum og sterkum kjarna. Við leiðbeinum þér með árangursríkri aðferðafræði hvernig þú nærð þessum áhrifum hvað best fram.
UMSAGNIR
Námskeiðið gaf mér ómetanleg verkfæri til að koma á framfæri því sem ég brenn fyrir í lífi og starfi. Þær hugmyndir og þær vangaveltur sem fylgja stofnun nýs verkefnis voru settar niður á blað á þann hátt að ég sá skýrt hvað ég og fyrirtækið stöndum fyrir. Ég átta mig betur á því hvert ég stefni og veit meira um það hvernig ég kemst þangað. Gekk út af námskeiðinu full af krafti og vona að sem flestir fái tækifæri til að sitja þetta valdeflandi námskeið.
Steinunn Thorlacius Garðarsdóttir
Unnandi, Lífsgæðasetri St. Jó.
Í tvö ár hef ég viðað að mér upplýsingum og hugmyndum um hvernig ég vilji að aðrir upplifi mína þjónustu. Það hefur þó verið flóknara að koma því frá sér með markvissum hætti. Á námskeiðinu náði ég að skilgreina hvaða hughrif ég vil að þeir upplifi sem eru að skoða þjónustu mína. Nú er ég betur í stakk búin til að halda áfram með þá vinnu.
Sigrún Jónsdóttir
ADHD og einhverfurófs markþjálfi
Míró markþjálfun og ráðgjöf
Brandbókinni tókst á stefnumiðaðan hátt að móta nýjan vörumerkjakjarna fyrir
skartgripalínuna Hríma. Nýir markhópar voru skilgreindir og hlakka ég til að vinna með sérhannaðan, persónulegan vörumerkjaleiðarvísi eða brandbók, gagnlegt tæki til árangurs fyrir vörumerkið Hríma. Sigrún&Sigrún veita faglega og vandaða þjónusta sem ég mæli eindregið með.
Ása Gunnlaugsdóttir, Asa Iceland, skartgripir
Mjög skilvirkt námskeið og skemmtilega sett upp og mæli ég 100% með því. Virkilega góð fræðsla sem leiðir mann vel í gegnum efnið. Námskeiðið gaf mér dýpri skilning og yfirsýn á vörumerkinu mínu og gaf mér verkfæri sem hægt er að nota til þess miðla því betur út á við á markaðinn.
Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Víkingaheima
Mjög gagnlegt og fræðandi námskeið um nálgun á hluti sem maður hugsar alls ekki um dags-daglega og tekur í raun sem sjálfsögðum hlut án þess að hugsa út í það. Hér er hugsað vel út fyrir boxið og uppi stendur hugmyndabanki sem maður getur sótt í um ókomin ár. Frábært námskeið í alla staði. Innihald námskeiðsins skilaði sér mjög vel.
Einir Guðlaugsson, Örtec
-Frumkvöðlakeppnin Gulleggið-